Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi á bílaborgarstefnu

Gísli Marteinn Baldursson er á leið í leyfi frá RÚV …
Gísli Marteinn Baldursson er á leið í leyfi frá RÚV til að sinna námi við Harvard næsta vetur. KRISTINN INGVARSSON

„Ég er ekki í neinum vafa um það að borgarbúar og sjálfstæðismenn vilja allt aðra línu en harðasta flokksfólkið vill. Það þarf ekki annað en að horfa til þess að framan af þessu kjörtímabili, þegar flokkurinn fylgdi stefnuskrá sinni um byggð í Vatnsmýrinni, þéttari byggð, betri almenningssamgöngur, og betri borg fyrir fótgangandi og hjólandi, var flokkurinn með um og yfir 40% í könnunum.

Eftir að þessari stefnu var snúið við, óvæntri andstöðu var lýst við byggð í Vatnsmýri og íhaldssamari bílaborgarstefna tekin upp hefur fylgið hrunið er og er nú í kringum 25%.

Auðvitað hafði almennt fylgistap Sjálfstæðisflokksins mikið að segja, en það er stefnan og yfirbragð flokksins í borginni sem ræður því að hann hefur ekki náð upp í 30% í meira en hálft ár," segir Gísli Marteinn í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. 

Óttaðist að leiða lista sem hann gæti ekki hugsað sér að kjósa

Gísli Marteinn ræðir umskiptin úr borgarpólitíkinni yfir í sjónvarpið í viðtalinu og tilhlökkunina yfir því að flytjast með fjölskylduna til Bandaríkjanna í haust til að setjast á skólabekk í Harvard.

Hann segir meðal annars frá því að hann hafi verið orðinn langþreyttur á hvað honum fannst Sjálfstæðisflokkurinn vera tregur til þess að lofta út og opna á nýjar hugmyndir. Hann hafi óttast að færi hann í prófkjör gæti hann endað á því að leiða lista sem hann gæti ekki hugsað sér að kjósa sjálfur.

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir um páskahelgina.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir um páskahelgina. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert