12 íslensk fiskiskip hafa verið á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu í dymbilviku

Ingunn AK 150.
Ingunn AK 150. Af vef HB Granda

Kolmunni er genginn af krafti norður í færeyska lögsögu og þar voru 12 íslensk skip að veiðum í vikunni.

Á vef HB Granda er haft eftir Guðlaugi Jónssyni, skipstjóra á Ingunni AK, að veiðarnar hafi byrjað fyrir alvöru að kvöldi mánudags og áhöfnin á Ingunni lauk við fyrsta holið á þriðjudagsmorgun.

,,Það er fínasta veiði og við höfum verið að fá þetta um 300 til 500 tonn í holi. Við lentum því miður í vandræðum með trollið og misstum stærsta holið en samtals erum við komnir með um 1.500 tonna afla,“ sagði Guðlaugur við tíðindamann HB Granda að morgni skírdags. Ingunn var þá um 110 mílur SV af Akrabergi, syðsta odda Færeyja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert