Eyjafjallajökuls-lúxusúr á 1,8 milljónir

Eyjafjallajökull-Evo.
Eyjafjallajökull-Evo.

Svissneski úraframleiðandinn RJ-Romain Jerome hefur sett á markað 99 lúxusúr sem kallast Eyjafjallajökull-Evo og kostar gripurinn 15900 dollara eða rúmlega 1,8 milljón króna. Úrið er framleitt í aðeins 99 eintökum og segir framleiðandinn að hann sé að heiðra kraft náttúrunnar.

„Þegar mannkynið gat ekki hreyft sig og gat ekki annað en dáðst af kraftinum úr fjallinu,“ segir á heimasíðu framleiðandans romainjerome.ch.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Romain Jerome sækir innblástur í Eyjafjallajökul því forveru Ejafjallajökull-Evo var annað úr sem hét Eyjafjallajökull-DNA. Þau úer eru uppseld og ófáanleg hjá framleiðenda.

Eyjafjallajökulsúrin eru ekki fáanleg á Íslandi sem stendur en Michelsen úrsmiðir eru umboðsaðilar Romain Jerome á Íslandi og munu bjóða úrin um leið og þau koma á markað. Að viðbættum íslenskum virðisaukaskatti verður verðið hér á landi um 2,1 milljón króna.

Að sögn Magnúsar Michelsen sérhæfir Romain Jerome sig í framleiðslu á úrum með sérstökum hráefnum. Meðal annarrar hönnunar undir hans merkjum eru úr sem innihalda stál úr Apollo 11, tunglryk, ryðgað stál úr Titanic, kopar úr frelsisstyttunni o.fl. í þeim dúr.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert