Leiðréttingin nær til allra tekjuhópa

Lán verða lækkuð.
Lán verða lækkuð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heimili sem hafa allt að fjórar milljónir eða minna í heildartekjur á ári fá að meðaltali 989.000 krónur færðar niður af höfuðstól verðtryggðra íbúðalána vegna leiðréttingarinnar.

Þetta má lesa út úr gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir hlutdeild heimila í leiðréttingunni eftir árstekjum. Af þeim má einnig ráða að heimili sem hafa 12 milljónir króna eða meira í heildartekjur á ári fá að meðaltali 1.540 þúsund krónur afskrifaðar af íbúðalánum vegna leiðréttingar, samtals 12,6 milljarða.

Samkvæmt gögnum ráðuneytisins dreifðust fyrri úrræði til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána ójafnt milli skuldara. Þannig hafi aðeins um 7.000 heimili af þeim 73.000 sem hafa verðtryggð íbúðalán fengið höfuðstólslækkun, borið saman við 68.000 heimili í leiðréttingunni. Samanlögð upphæð fyrri aðgerða er 45 milljarðar og fengu 775 heimili helming hennar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert