Léttir til annan í páskum

Í vesturbænum var jörð hvít í gær alveg niður að …
Í vesturbænum var jörð hvít í gær alveg niður að sjávarmáli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkur röskun varð á samgöngum á landinu í gær vegna rysjótts veðurs. Víða var éljagangur og hraglandi og m.a. var öllu innanlandsflugi aflýst eftir hádegi.

Á vegum gekk þó allt þokkalega fyrir sig, en margir urðu að fara sér hægt á fjall- og heiðarvegum.

Spár gera ráð fyrir frekar leiðinlegu veðri með kulda og suðvestlægum áttum fram á páskadag. Eftir það léttir til, hlýnar og vindur verður hægari.

„Þegar fólk sem hefur brugðið sér af bæ er á heimleið annan í páskum verður komið þokkalegt ferðaveður. Að vísu gætu orðið einhver minniháttar él og hálkublettir upp til fjalla, en þetta er allt í áttina. Eftir helgina verður hiti yfir daginn 5-8 stig,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert