Var ekki í boði að gefast upp

Börn Elísabetar Stefánsdóttur og Skarphéðins Pálssonar á 95 ára afmæli …
Börn Elísabetar Stefánsdóttur og Skarphéðins Pálssonar á 95 ára afmæli hennar í fyrra. Frá vinstri í efri röð: Hafdís, Sigurbjörn, Stefán, Sóley, Símon, Sigurjóna, Alda og Elísabet. Frá vinstri í neðri röð: Pálína, Sigríður Kristín, dóttir Kristínar en alin upp á Gili, síðan afmælisbarnið Elísabet, Guðrún og Þuríður. Á myndina vantar yngsta soninn, Svein, og börn Skarphéðins og Kristínar, þau Steinar og Höllu. Látnir eru þeir Ásbjörn, Páll og Gunnar.

Á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki dvelur nú „ríkasta amman“ á Íslandi, Elísabet Stefánsdóttir, 96 ára, kennd við Gil í Borgarsveit.

Hún á langflesta afkomendur á lífi, eða 154 að tölu, og hefur engan misst nema eiginmann sinn, Skarphéðin Pálsson, bónda og smið á Gili, sem lést árið 1978. Samkvæmt upplýsingum frá Íslendingabók er fjöldi afkomenda nú 133 hjá þeim sem næstur kemur á eftir Elísabetu.

Saman eignuðust þau Elísabet og Skarphéðinn 12 börn, þar af átta dætur og fjóra syni, en fyrir átti hann sex börn með Kristínu Björnsdóttur. Séu afkomendur þeirra taldir með þá eru Gilsararnir, sem gjarnan eru kallaðir svo, orðnir 272. Ömmubörn Elísabetar eru 45, langömmubörnin 89 og langalangömmubörnin 8, að því er fram kemur í viðtalið við Elísabetu í Morgunblaðinu í dag.

Fjögur börn tengjast

Síðasta met yfir fjölda afkomenda á lífi átti Stella Stefánsdóttir á Akureyri, eða 190, en hún lést í lok janúar sl., 90 ára að aldri. Svo skemmtilega vill til að þær Elísabet á Gili tengjast með þeim hætti að eiga sameiginlega fjögur langömmubörn. Það er því ekkert smáríkidæmi sem þau börn hafa búið við.

Talið er að Ragnheiður Halldórsdóttir hafi átt allra flesta afkomendur er hún féll frá, eða 263 árið 1962. Þá var Ragnheiður orðin 86 ára. Við hana er kennd svonefnd Bæjarætt.

Elísabet Stefánsdóttir með einn platta af mörgum sem hún hefur …
Elísabet Stefánsdóttir með einn platta af mörgum sem hún hefur skreytt í tómstundastarfi sínu á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. mbl.is/Björn Jóhann
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert