Búið að opna í Hlíðarfjalli

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri hefur verið opnað og verður opið til klukkan 17:00 í dag samkvæmt tilkynningu. Eins og mbl.is greindi frá í morgun var óljóst hvort það yrði hægt vegna veðurs en vindasamt var á svæðinu.

Einnig er opið í Oddskarði á Austurlandi til klukkan 17:00 í dag og í Stafdal til 16:00. Sömuleiðis í Tindastóli við Sauðárkrók til 16 og á skíðasvæðinu við Siglufjörð. Þá verður opið á skíðasvæðinu við Ísafjörð í dag. Frá klukkan 10-17 í Tungudal og frá klukkan 11 í Seljalandsdal. Hins vegar er lokað í Bláfjöllum vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert