Gæti skapað hættulegt fordæmi

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjarasamningar framhaldsskólakennara geta spillt fyrir viðræðum um langtímasamning á almennum vinnumarkaði, að sögn Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Í fréttum RÚV sagði hann að kjarasamningar framhaldsskólakennara rúmuðust að hans mati innan þess samkomulags um stöðugleika sem gert var í vetur. Þar hefðu verið um að ræða breytingar á vinnuframlagi og skipulagi skólastarfs.

„En það er hins vegar alveg ljóst að það getur skapað hættulegt fordæmi, því það eru ekki allir hópar sem geta sótt, eða þar sem hægt er að gera verulegar breytingar á vinnufyrirkomulagi, og þess vegna getur þessi kjarasamningur á engan hátt orðið einhvers konar fordæmi fyrir það sem koma skal á opinberum vinnumarkaði,“ sagði hann.

Í fréttinni kom fram að viðræður um langtímasamning Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands væru að hefjast og í næstu viku yrði farið yfir nýgerða samninga á opinberum vinnumarkaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert