„Kannski vill skipherrann drekka te“

Breska freigátan HMS Leander gerir sig líklega til þess að …
Breska freigátan HMS Leander gerir sig líklega til þess að sigla á varðskipið Þór. Skjáskot af Youtube.com

„Skipið virðist ætla að koma upp að hliðinni á okkur. Kannski vill skipherrann koma um borð og drekka te. Það er allt í lagi. Hann er velkominn.“ Þetta segir Helgi heitinn Hallvarðsson, skipherra, í meðfylgjandi myndbandi um þorskastríðin sem hægt að berja augum á myndabandasíðunni Youtube.

Tilefnið var að breska freigátan HMS Leander gerði sig líklega til þess að sigla á varðskipið Þór sem Helgi var skipherra á. Það endar með því að freigátan lætur verða af því en atburðurinn átti sér stað í janúar 1976 þegar síðasta þorskastríðið var í algleymingi en þá var efnahagslögsaga Íslands færð út í 200 sjómílur eins og hún er dag. Myndbandið er úr breskri frétt um þorskastríðið en fréttamaðurinn var staddur um borð í Þór.

Myndbandið sýnir þannig vel þegar HMS Leander ógnar Þór ítrekað áður en skipið lætur til skarar skríða. Návígið er mikið og kalla skipverjar á skipunum til að mynda á milli þeirra. Ummæli Helga má sjá á mínútu 7:50 en þegar breska freigátan loks lætur verða af því að sigla á varðskipið sést strax í kjölfarið.

Fleiri myndbönd frá þorskastríðinu má finna á Youtube. Bæði efni sem framleitt hefur verið hér á landi og eins í Bretlandi. Hér að neðan er annað slíkt. Hér er ennfremur tengill á þriðja myndbandið sem tekið var um borð í bresku freigátunni HMS Tartar sem lenti í átökum við varðskipin Tý og Ægi í síðasta þorskastríðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert