Málið aftur til bæjarstjórnar

Forsætisnefnd Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni greinargerð sem fjallar um hugmyndir um að hækka starfshlutfall, og þar með laun, bæjarfulltrúa. Greinargerðinni var vísað til bæjarstjórnar Kópavogs sem mun líklegast fjalla um málið á fundi sínum næsta þriðjudag.

Bæjarfulltrúarnir eru nú í 27 prósenta starfi en Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði það til í síðasta mánuði að staða bæjarfulltrúa yrði fullt starf.

Það myndi þýða um 630 þúsund króna mánaðarlaun fyrir kjörna fulltrúa í Kópavogi.

Forsætisnefndinni var falið að fara yfir tillöguna, meta hvaða leiðir væru færar sem og hvaða kostnað þær hefðu í för með sér.

Frétt mbl.is: Vilja hækka laun bæjarfulltrúa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert