Ófært á Steingrímsfjarðarheiði

mbl.is/Gúna

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir á Mosfellsheiði sem og víða í uppsveitum og á útvegum á Suðurlandi. Snjóþekja er hins vegar á Lyngdalsheiði.

Vestanlands er snjóþekja á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Vatnaleið og á Svínadal, annars er víða hálka eða hálkublettir. Gengið hefur á með éljum á Vestfjörðum og þar er víða hálka á láglendi en sumsstaðar snjóþekja eða hálka á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Mikladal, Hálfdán og Kleifarheiði en mokstur er á þeim leiðum. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum en mokstur er hafinn. Ófært er norður í Árneshrepp.

Norðanlands er snjóþekja og skafrenningur á Öxndalsheiði og hálkublettir á Þverárfjalli, annars eru hálkublettir á nokkrum útvegum. Greiðfært er að heita má um allt austanvert landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert