Víða mögulegt að skíða

Frá skíðasvæðinu á Siglufirði.
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði.

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður lokað í dag vegna veðurs en mikill vindur er á svæðinu og kviður allt það 20 metrum á sekúndu. Útlit er fyrir að það sama verði uppi á teningnum í Hlíðarfjalli við Akureyri en enn er í skoðun hvort opnað verði klukkan tíu. Er fólk beðið um að fylgjast með vefsíðu skíðasvæðisins og Facebook-síðu þess.

Hins vegar verður opið í Oddskarði á Austurlandi frá klukkan 10-17 og í Stafdal frá 10-16. Páskaeggjamót fyrir 8 ára og yngri hefst í Oddskarði klukkan 13 þar sem lagðar verða tvær brautir hlið við hlið með léttum þrautum. Allir fá síðan páskaegg í lok keppni. Þá verður boðið upp á páskaeggjaleit í Stafdal.

Einnig verður opið í dag í Tindastóli við Sauðárkrók frá klukkan 11-16 og sama er að segja um skíðasvæðið við Siglufjörð. Þá verður opið á skíðasvæðinu við Ísafjörð í dag. Frá klukkan 10-17 í Tungudal og frá klukkan 11 í Seljalandsdal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert