Gott að ferðast einn um Ísland

Sífellt fleiri kjósa að ferðast einir. Ferðabloggarinn Anisha Shah segir að Ísland sé einn af tíu bestu áfangastöðum heims til að ferðast um einn. 

„Það er í tísku að kjósa það að ferðast einn,“ segir Shah á bloggið sitt á vef Huffington Post. „Með þessum hætti getur þú lært svo mikið um sjálfan þig og sífellt fleiri eru að uppgötva frelsið sem felst í því að uppgötva nýja staði einir á ferð. Allt frá frosnu hálendi Íslands til brennheitra stranda Belís, má finna staði sem eru hagstæðir fyrir fólk sem vill ferðast eitt.“

Shah segir að sífellt auðveldara sé að ferðast einn og að skipuleggja ferð sína með slíkt í huga.

Um Ísland, sem er fyrsti áfangastaður af tíu sem Shah telur upp sem öruggan og góðan stað til að ferðast um einn, segir m.a. að útivist sé aðalsmerki Íslands. Gaman sé að eyða degi í höfuðborginni Reykjavík en einnig að fara í ævintýraferðir um landið.  Sérstaklega er mælt með veitingahúsinu Laundromat Café. Þar hittist ferðalangar, beri saman bækur sínar, snæði og þvoi þvottinn.

Sjá hér umfjöllunina í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert