Milt veður sunnanlands

Hvernig verður veðrið í dag?
Hvernig verður veðrið í dag? Ómar Óskarsson

Nú í morgunsárið spáir Veðurstofa Íslands suðaustan 5-10 m/s sunnan- og vestantil með morgninum, en 10-15 við suðurströndina í kvöld. Annars verður hæg suðlæg átt.

Í dag er spáð dálítilli slyddu eða rigningu með köflum. Yfirleitt verður þó þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti verður um og undir frostmarki, en 2 til 9 stig síðdegis. Mildast verður sunnanlands.  Svipað veður á morgun, en heldur hlýrra. Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Svona er spáin næstu daga:

Á þriðjudag:
Suðaustan 10-15 m/s við suðvesturströndina en annars hægari vindur. Skýjað og dálítil væta sunnan- og vestantil, en bjartviðri fyrir norðan. Hiti 4 til 12 stig. 

Á miðvikudag:
Austlæg átt 5-15 m/s hvassast syðst. Dálítil súld eða rigning með köflum sunnan- og austanlands, en annars bjart að mestu. Hlýtt í veðri víðast hvar. 

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Fremur hæg austlæg átt, en 8-15 syðst. Skýjað og úrkomulítið sunnantil á landinu, en bjartviðri fyrir norðan og vestan. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag og laugardag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Heldur kólnandi veður, einkum fyrir norðan. 

Á sunnudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og fremur svalt í veðri, en þurrt að kalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert