Skíðasvæðin víða opin

Margir hafa lagt leið sína í Oddsskarð um páskana. Þar …
Margir hafa lagt leið sína í Oddsskarð um páskana. Þar verður opið í dag.

Diskalyftur verða opnar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag en ekki er hægt að opna stólalyfturnar vegna veðurs. Svartaþoka er í Skálafelli og takmarkað skyggni. Nýjar upplýsingar um opnun svæðisins verða birtar fljótlega. 

Í frétt á vef Bláfjalla segir:  „Ekki er þetta veður að leika með okkur þessa páskana. Núna kl. 7:45 er farið að blása uppi og kófar mikið vegna nýsnæfis og ekki hægt að keyra stólalyftur, en við ætlum að keyra diskalyfturnar eins og við getum bæði á heimatorfunni og suðursvæðinu.“

Skíðasvæðið í Oddsskarði á Austurlandi verður opið frá kl.10:00 til 17:00. Þar er logn, 0°C og léttskýjað. „Vorfæri.. Kjötsúpan verður klár kl.12:00,“ segir í tilkynningu frá Oddsskarði.

Í dag, annan dag páska, verður opið í Hlíðarfjalli frá kl. 9:00-17:00. „Veðurútlit fyrir daginn er gott.“

Skíðasvæðið í Tindastóli verður einnig opið í dag frá kl 9 til kl 16 í dag. Þar er logn -1C og mjög gott færi, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert