Víða hálka á vegum

Hálka er á Bláfjallavegi og í Þrengslum og hálkublettir á Hellisheiði og Mosfellsheiði en annars eru vegir á Suðurlandi að mestu greiðfærir, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir á láglendi en snjóþekja á flestum fjallvegum.

Þæfingsfærð er á Klettshálsi, Mikladal og Hálfdán en annars víða snjóþekja, hálka eða hálkublettir á vegum á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Þröskuldum og verið að kanna færð á Steingrímsfjarðarheiði.  Ófært er norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi eru vegir að mestu greiðfærir en þó er snjóþekja á Þverárfjalli og Öxnadalsheiði og hálkublettir á Vatnsskarði og Siglufjarðarvegi.

Allar aðalleiðir á Austur- og Suðausturlandi eru greiðfærar.

Akstursbann á hálendinu

Meðan frost er að fara úr jörð þarf víða að banna allan akstur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum og virða akstursbann þar sem það er í gildi. Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert