Enn engar upplýsingar frá lýtalæknum

Lýtalækna og landlækni greinir á um hvort veita eigi upplýsingar …
Lýtalækna og landlækni greinir á um hvort veita eigi upplýsingar um aðgerðir þeirra fyrrnefndu. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í nokkur ár hefur Embætti landlæknis engar upplýsingar fengið um starfsemi lýtalækna.

Formaður Félags íslenskra lýtalækna telur að veiting upplýsinganna stangist á við lög um gagnaöryggi. Lýtalæknar hafa boðið Embætti landlæknis upplýsingar úr sjúkraskrám, sem eru ekki persónugreinanlegar, en því var hafnað, að sögn formannsins.

Hlutverk landlæknis er m.a. að safna gögnum um heilbrigðisþjónustu og á það hefur verið bent að embættið geti ekki sinnt lagalegum skyldum sínum neiti læknar því um upplýsingar. Velferðarráðuneytinu hefur verið tilkynnt afstaða lýtalækna og samkvæmt lögum er heimilt að grípa til aðgerða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert