Mest atvinnuþátttaka hér

Atvinnuþátttaka kvenna er mest á Íslandi af öllum OECD-löndunum, eða …
Atvinnuþátttaka kvenna er mest á Íslandi af öllum OECD-löndunum, eða 79,6%. Fast á hæla íslenskra kvenna fylgja þær svissnesku og norsku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nýrri skýrslu OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) um atvinnuþátttöku í löndum sem eiga aðild að OECD, kemur fram að atvinnuþátttaka er mest á Íslandi, eða 81,7%, samkvæmt tölum fyrir fjórða fjórðung liðins árs.

Þetta á við allt vinnuafl þeirra sem eru á aldrinum 15 til 64 ára, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi mælist mest allra landanna, eða 79,6% og karla næstmest, eða 83,7%. Löndin sem skipa næstu sæti á eftir Íslendingum eru Sviss og Noregur, en Sviss er eina landið þar sem atvinnuþátttaka karla er meiri en hér á landi, 85,2%.

Atvinnuþátttaka var að meðaltali í öllum OECD-löndunum 65,3% á fjórða ársfjórðungi 2013. Hún mældist á sama tíma 63,6% á evrusvæðinu, og 64,2% í löndum Evrópusambandsins (ESB).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert