Otaði hníf að ungri konu

Hnífur.
Hnífur. Wikipedia/Carter Cutlery

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á 23. aldursári í tíu mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot. Meðal annars dró hann í september síðastliðnum upp stunguhníf og otaði í átt að ungri konu og þegar konan forðaði sér á bak við hurð stakk maðurinn hnífnum í hurðina.

Þá var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í sumarhús, stela úr verslunum og af hóteli, fyrir að taka við þýfi og fyrir að hafa í vörslum sínum 25 grömm af maríjúana og smáræði af amfetamíni.

Maðurinn á að baki allnokkurn sakarferil. Við mat á refsingu var hins vegar horft til þess að hann hefur leitað sér aðstoðar vegna vímuefnafíknar og þannig leitast við að bæta ráð sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert