Þrjár líkamsárásir á tveimur dögum

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 13. maí næstkomandi. Maðurinn er undir rökstuddum grun um að hafa framið þrjár líkamsárásir, tvö eignaspjöll, líflátshótun og fíkniefnalagabrot á ríflega tveimur dögum frá 15. febrúar síðastliðinn.

Í greinargerð með kröfunni kemur fram að kærði hafi verið handtekinn þann 16. febrúar sl. við Fitjar í Reykjanesbæ grunaður um líkamsárás, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot þá snemma um morguninn. Maðurinn hefur margsinnis komið við sögu lögreglu.

Jafnframt séu til rannsóknar fleiri mál þar sem maðurinn er undir sterkum grun að hafa framið rán, líkamsárásir og hótunarbrot á síðustu mánuðum.

Hann hefur hlotið marga fangelsisdóma fyrir samskonar brot og nú séu til rannsóknar og hann hafi verið ákærður fyrir. Maðurinn hefur þannig frá árinu 2007 fimm sinnum verið dæmdur fyrir líkamsárásir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert