350 umsóknir um störf við „leiðréttinguna“

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn

Talsvert á fjórða hundrað umsóknir bárust um tímabundin störf sérfræðinga hjá ríkisskattstjóra.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að fleiri umsóknir berist nú um störf en nokkru sinni áður. Nefnir að 105 hafi sótt um starf lögfræðings hjá fyrirtækjaskrá.

Áformað er að ríkisskattstjóri hafi umsjón með leiðréttingu á höfuðstól fasteignaveðlána. Lögin hafa ekki verið samþykkt á Alþingi en liður í undirbúningi verkefnisins er að undirbúa ráðningu starfsfólks. Skúli reiknar með að ráða þurfi að minnsta kosti tíu háskólamenntaða sérfræðinga til viðbótar við starfsmenn embættisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert