Greiðfært að verða um alla fjallvegi en hálendið lokað

Starfsmenn SG véla á Djúpavogi ljúka við að blása úr …
Starfsmenn SG véla á Djúpavogi ljúka við að blása úr Þrívörðuhálsi á Öxi í gær. Töluverð vinna er eftir.

Greiðfært er orðið um flesta vegi landsins. Unnið hefur verið að mokstri á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði á Vestfjörðum.

Fjallveginum Öxi á Austfjörðum og tókst að opna í gærkvöldi fyrir vel búna bíla. Mikill snjór er á heiðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Snjóstálið er allt að 12 metrum á Hrafnseyrarheiði og allt að 5 metrum á Öxi. Akstur á hálendinu er bannaður á meðan frost er að fara úr jörðu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og umhverfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert