Samsvarar 48% tekjuskatti

Stjórnarfrumvarpi um veiðigjöld var útbýtt á Alþingi í gær.
Stjórnarfrumvarpi um veiðigjöld var útbýtt á Alþingi í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Vonbrigði,“ sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, aðspurður hvaða einkunn hann gæfi veiðigjaldafrumvarpi sem kynnt var í gær.

Hann sagði auknar álögur á sjávarútveginn þegar farnar að hafa áhrif. Litlar útgerðir legðu upp laupana og frystitogarar hyrfu úr rekstri.

Kolbeinn segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt frumvarpinu yrðu veiðigjöld á næsta fiskveiðiári um 20% lægri en þau voru. Miðað við afkomu greinarinnar væri í raun um hækkun að ræða því afkoman hefði versnað um ein 30%. Þá benti hann á að heildarfjárhæð veiðigjalda væri ákveðin þannig að tekin væru 35% af hagnaði af veiðum og 20% af hagnaði í fiskvinnslu árið 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert