Tættu sig um Höllina í hjólastólum

Tilþrif í vörninni í hjólastólahandbolta.
Tilþrif í vörninni í hjólastólahandbolta. mbl.is/KRISTINN INGVARSSON

Æsileg tilþrif voru sýnd í Laugardalshöllinni í dag þegar nemendur í MPM-námi í Háskólanum í Reykjavík stóðu fyrir keppni í hjólastólaspretti og hjólastólahandbolta til styrktar Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni.

„Þetta var æðislegur dagur, ótrúlega skemmtilegur og mikil stemning,“ segir Áslaug Ármannsdóttir ein aðstandenda söfnunarinnar.

Að sögn Áslaugar stóðu allir keppendur sig með prýði, þótt flestir hafi verið óvanir því að athafna sig í hjólastólum. Keppnin var æsispennandi og úrslitin naum, en lið Landsbankans kom sá og sigraði hjólastólahandboltann og fulltrúi TVG-Zimsen sigraði hjólastólasprettinn.

Enn er hægt að leggja söfnuninni lið, annað hvort með því að leggja inn á reikning 0549-26-10 kt. 630269-0249 eða með því að hringja í söfnunarnúmerin:

902 0010 –> 1000 kr.

902 0030 –> 3000 kr.

902 0050 –> 5000 kr.

Hjólastólaspretturinn stóð tæpt.
Hjólastólaspretturinn stóð tæpt. KRISTINN INGVARSSON
Barist um boltann í hjólastólahandbolta.
Barist um boltann í hjólastólahandbolta. KRISTINN INGVARSSON
Fórna sér!
Fórna sér! KRISTINN INGVARSSON
Hjólastólaspretturinn var harður.
Hjólastólaspretturinn var harður. KRISTINN INGVARSSON
Hjólastólahandboltinn var æsispennandi.
Hjólastólahandboltinn var æsispennandi. KRISTINN INGVARSSON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert