Verðlaun Jóns Sigurðssonar veitt

Einar K. Guðfinnsson afhenti Bertel Haarder Verðlaun Jóns Sigurðssonar í …
Einar K. Guðfinnsson afhenti Bertel Haarder Verðlaun Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag.

Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur, hlaut í dag Verðlaun Jóns Sigurðssonar, sem afhent voru í 7. sinn í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Verðlaunin voru veitt í tilefni Hátíðar Jóns Sigurðssonar sem haldin er á sumardaginn fyrsta í Jónshúsi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis setti hátíðina og afhenti verðlaunin.

Berel Haarder hlaut verðlaunin í ár fyrir framlag hans til menningarsamstarfs Danmerkur og Íslands, sem og fyrir stuðning við varðveislu þjóðararfsins. „Forusta Bertels Haarders sem menntamálaráðherra við lyktir handritamálsins og fulltingi hans við eflingu og samstarf handritastofnana í báðum löndum er ómetanlegt,“ segir í fréttatilkynningu frá Alþingi.

Aðalræðumaður á hátíðinni var Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og gerði hún að umfjöllunarefni handritin og hlutverk þeirra í menningarsögu Íslands.

<span><span>Verðlaunin hafa áður hlotið:</span></span> <span> </span> <ul> <li>2013: Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari.</li> <li>2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus.</li> <li>2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.</li> <li>2010: Søren Langvad byggingarverkfræðingur og forstjóri.</li> <li>2009: Erik Skyum-Nielsen bókmenntafræðingur og þýðandi.</li> <li>2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.</li> </ul>

<span>Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.</span>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert