Möguleikar á 65 störfum í landi hverfa

Þór HF-4 kemur til hafnar í Hafnarfirði.
Þór HF-4 kemur til hafnar í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er mat Hafnarfjarðarkaupstaðar að flutningur aflaheimilda frystitogarans Þórs HF-4 úr sveitarfélaginu hefði verulega neikvæð áhrif fyrir bæjarfélagið.

Ljóst sé að forkaupsréttur sé til staðar því meðal annars yrðu möguleikar á fjölmörgum störfum í fiskvinnslu og á bátum ekki til staðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Hafnarfjarðar til sjávarútvegsráðherra, en ráðuneytið fór fram á rökstuðning fyrir verulega neikvæðum áhrifum í atvinnu- og byggðalegu tilliti af því að umræddar heimildir hyrfu úr byggðarlaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert