Þykir gjaldið of hátt

Árum saman hefur verið tekist á um það hvernig sjávarútvegurinn …
Árum saman hefur verið tekist á um það hvernig sjávarútvegurinn eigi að greiða fyrir afnotin af auðlindum hafsins. mbl.is/RAX

Ný aðferðafræði verður notuð við útreikning veiðigjalda í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem leggja á fram í haust.

Útgerðarmenn gagnrýna að álagning veiðigjalda á næsta fiskveiðiári sé miðuð við tölur frá Hagstofunni um afkomu veiða og vinnslu 2012. Aðstæður hafi verið mun betri þá en bæði á þessu ári og í fyrra, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum borgað fáránlega há veiðigjöld síðustu tvö árin. Þeir peningar verða ekki notaðir í neitt annað,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert