Refsiverð meðferð á almannafé?

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður.

Mig grunar að þeir sem fara með fé og eigur almennings hafi í einstaka tilvikum útbýtt gæðum án lagaheimildar. Og oftar en ekki verið klappað á bakið fyrir stuðning við svona góð málefni.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann veltir upp þeirri spurningu hvort verið geti að ríkið og sveitarfélögin séu „að deila út almannafé í stórum stíl eftir geðþótta og án lagaheimildar.“ Segir hann að fróðlegt væri að vita hversu miklu almannafé sé varið með þeim hætti. 

„Og hver skyldi vera ábyrgð þeirra sem deila út almannafé án heimildar og án skyldu viðtakanda til endurgjalds? Er hún bara pólitísk eða kann hún að vera refsiverð?“ spyr hann.

Frétt mbl.is: Ólöglegt að gefa trúfélögum lóðir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert