Siv verður formaður velferðarvaktar

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. mynd/Johannes Jansson/norden.org

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýja velferðarvakt í stað þeirrar sem stofnuð var árið 2009 og lauk störfum í febrúar síðastliðinn. Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður og ráðherra verður formaður hennar.

Nýja velferðarvaktin mun gegna sambærilegu hlutverki og hin fyrri sem samráðs- og samstarfsvettvangur og álitsgjafi á sviði velferðarmála.

Eygló átti fund með fulltrúum fyrri velferðarvaktar um það leyti sem hún lauk störfum. Þar kom fram jákvæð afstaða til þess að áfram myndi starfa velferðarvakt en æskilegt væri að skipa slíka vakt að nýju og veita henni nýtt umboð. Aðilar að nýju velferðarvaktinni eru fleiri en í þeirri fyrri. Ráðherra leggur sérstaka áherslu á að sjónum verði sérstaklega beint að aðstæðum efnalítilla heimila, ekki síst fjölskyldum með börn.

Í skipunarbréfi segir um hlutverk velferðarvaktarinnar að henni sé ætlað að: „fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Velferðarvaktin skal  huga að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og afla upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni. Velferðarvaktin er ráðgefandi fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra sem og stjórnvöld. Gert er ráð fyrir að vaktin afhendi ráðherra stöðuskýrslur með reglubundnum hætti sem fjalli eftir atvikum um afmörkuð viðfangsefni og leggi fram tillögur til úrbóta sem stjórnvöld taki afstöðu til hverju sinni. Velferðarvaktin skal fylgjast með framvindu tillagnanna.“

Fulltrúar í velferðarvaktinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert