Fleiri karlar í húsnæðishraki

Fleiri karlar en konur voru í húsnæðishraki hér á landi 31. desember 2011 samkvæmt því sem fram kemur í nýju manntali Hagstofu Íslands sem miðað við þá dagsetningu. Þannig áttu þær aðstæður við um samtals 364 karla en 286 konur. Karlar voru einnig fleiri í hópi útigangsfólks eða rúmlega tvöfalt fleiri. Þannig töldust 75 karlar til útigangsfólks en 36 konur.

Ennfremur kemur fram að þeir íbúar landsins sem áttu fasta búsetu í óhefðbundnu húsnæði, til að mynda iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum, sem og heimilislausir hafi verið samtals 3.036 manns eða 1% af mannfjöldanum. Þar af voru 917 manns undir 24 ára aldri, 1.099 á aldrinum 25-44 ára og 812 á aldrinum 45-64 ára. Mun færri voru eldri en það eða 193 á aldrinum 65-84 ára og tólf eldri en 85 ára.

Karlar voru 1.714 þeirra sem bjuggu í óhefðbundnu húsnæði eða voru heimilislausir og konur 1.322. Flestir karlar í þeim aðstæðum voru á aldrinum 25-44 ára eða samtals 640 og sama átti við um konur eða 459. Hins vegar voru litlu færri konur yngri en 24 ára sem voru í þeirri stöðu eða 452.

Frétt mbl.is: Fyrsta manntalið síðan 1981

Frétt mbl.is: Mannfjöldinn skoðaður rafrænt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert