Hulunni svipt af borgarhóteli

Fyrir og eftir. Nýtt útlit hótelsins er sýnt á vinstri …
Fyrir og eftir. Nýtt útlit hótelsins er sýnt á vinstri myndinni (hvítt), það gamla á hægri myndinni (svart). Teikning/Opus/Birt með leyfi SA verks

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa til samþykktar útlit fyrirhugaðs hótels við Hverfisgötu 103 og er stefnt að því að hefja framkvæmdir við byggingu þess eftir verslunarmannahelgi.

Hótelið verður hundrað herbergja og hluti af keðjunni Keahótelum. Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá var það niðurstaða umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar að byggingin stæðist ekki kröfur um útlit og yfirbragð og tæki ekki mið af sérkennum svæðisins í kring.

Var verktaka því gert að gera breytingar á útliti hússins. Hótelið hefur nú verið endurhannað og birtast hér myndir af endanlegum teikningum í fyrsta sinn opinberlega. Skipulagsráð hefur samþykkt endanlegt útlit hótelsins en á hins vegar eftir að samþykkja einstök atriði vegna byggingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert