Rigningarspá í upphafi hundadaganna

Nóg verður af rigningu á næstunni.
Nóg verður af rigningu á næstunni. mbl.is/Styrmir Kári

Óstöðugt loft og lægðir sem sveima yfir landinu leiða til þess að gera má ráð fyrir rigningu víða um land næstu daga.

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem býst við votviðri sunnanlands og vestan jafnframt því sem hann telur að skúrir verði norðanlands.

Hundadagar ganga í garð á morgun, 13. júlí. Er trú margra sú að veðrátta þann dag haldist hin sama þaðan í frá fram í áliðinn ágúst. Hvort sú er raunin er óvíst, en rigning að undanförnu hefur þó gert strik í reikning bænda víða og heyskapur gengið misjafnlega. Fólk í ferðaþjónustu hefur sömu sögu að segja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert