Stefnir að hallalausum fjárlögum

Bjarni Benediktsson segir að mikil fjölgun starfa frá 2013, eða …
Bjarni Benediktsson segir að mikil fjölgun starfa frá 2013, eða yfir fjögur þúsund störf, vinni með ríkissjóði. mbl.is/Styrmir Kári

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um halla á fjárlögum næsta og þarnæsta ár engu breyta um áform hans og ríkisstjórnarinnar.

„Við ætlum að leggja fram hallalaust fjárlagafrumvarp í haust,“ segir fjármálaráðherra í samtali í  Morgunblaðinu í dag.

Ráðherra segir að fjölgun starfa og aukinn hagvöxtur vinni með stjórnvöldum í þeim áformum. Þá sé verðbólga hér í sögulegu lágmarki miðað við síðustu tíu ár. Lykilatriði sé að ríkissjóður efni ekki til frekari skuldasöfnunar og að í gangi séu viðvarandi aðhaldsaðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert