Vara við öfgum í umræðu um leigumarkaðinn

Þegar fólk hefur skoðað eign eru yfirleitt á bilinu 1-5 …
Þegar fólk hefur skoðað eign eru yfirleitt á bilinu 1-5 sem vilja í raun leigja hana. mbl.is/Ómar

Umræðan um íslenskan húsaleigumarkað er komin á villigötur og er farið að bera á órökstuddum fullyrðingum og upphrópunum um stöðuna sem geta verið skaðlegar fyrir bæði leigjendur og leigusala.

Þetta er skoðun Auðar Kristinsdóttur, löggilts fasteignasala og leigumiðlara hjá Fasteignasölunni Bæ, en hún telur sig knúna til að bregðast við frétt í Morgunblaðinu í gær þar sem sagði að 500 manns hefðu sýnt einni leiguíbúð áhuga.

Kom það fram í viðtali við Jóhann Má Sigurbjörnsson, formann Samtaka leigjenda á Íslandi. Í frekari umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Auður þetta dæmi á engan hátt dæmigert fyrir eftirspurnina eftir leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert