Bætt í Siglufjarðarveg

Stærðarinnar malbiksfræsari að störfum á veginum um Almenninga í gær.
Stærðarinnar malbiksfræsari að störfum á veginum um Almenninga í gær. mbl.is/Sigurður Ægisson

Slitlagið á Siglufjarðarvegi um Almenninga var fræst á um tíu köflum í gær með öflugum malbiksfræsara. Sveinn Zophoníasson, verkstjóri hjá verktakafyrirtækinu Bás, var þar með vinnuhóp að lagfæra veginn.

Fræsingin var gerð þar sem hefur verið áberandi jarðsig undanfarið. Fræstu svæðin voru svo hefluð. Í dag á að keyra malarslitlagi í veginn og rykbinda það.

Sveinn kvaðst telja að sérstakar aðstæður hefðu valdið hinu mikla sigi á veginum. Það eru bæði rigningarnar og ekki síst mikill snjór í fjöllunum. Þegar snjórinn bráðnar rennur vatnið niður og vatnsaginn virðist auka á sigið í jarðveginum. Sjórinn framan við Almenninga litast af jarðvegi í miklum rigningum og sérstaklega þegar er úfinn sjór. Þá nagar brimið undan landinu og fjallshlíðin sígur og þar með vegurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert