Frestuðu úrskurði um árásina

Málið verður tekið fyrir á næsta fundi aganefndar.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi aganefndar. Ljósmynd/KSÍ

Aganefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta úrskurði sínum um líkamsárásina á Hellissandi. Nefndin tók sér frest til þess að afla sér frekari gagna frá liðunum sem hlut eiga að máli.

Þetta staðfestir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við mbl.is.

Að sögn Þóris hittist nefndin á hverjum þriðjudegi og verður málið því ekki tekið fyrir fyrr en að viku liðinni.

Leikmaður 2. flokks Snæfellsness varð fyrir árás leikmanns Sindra í knattspyrnuleik liðanna á sunnudag. Leikmaður Sindra missti stjórn á skapi sínu í leiknum og sló til andstæðings síns sem féll fyrir vikið. Þá voru högg og spörk látin dynja á honum þar sem hann lá á jörðinni.

Sjá fyr­ir frétt­ir mbl.is:

Aga­nefnd KSÍ tek­ur árás­ina fyr­ir 

Á bata­vegi eft­ir spark í höfuðið 

Hlaut spörk í and­litið 

Flutt­ur með þyrlu eft­ir slags­mál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert