Karl ráðinn sveitarstjóri

Karl Frímannsson.
Karl Frímannsson.

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 21. júlí var samþykkt að ráða Karl Frímannsson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. ágúst næstkomandi. Karl var skólastjóri Hrafnagilsskóla í 13 ár en hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Akureyrarbæ.

Þetta kemur fram á vefsvæði Eyjarfjarðarsveitar. Þar segir að Karl hafi lokið meistaraprófi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 í stjórnun menntastofnana en áður lauk hann prófi í íþróttafræðum við Íþróttaháskóla Noregs 1992.

Þá hefur hann setið í mörgum stjórnum félaga og stofnana og var nú síðast formaður stjórnar Hofs menningarfélags frá 2008-2012.

Síðustu tvö árin hefur hann jafnframt unnið að verkefnum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, kom að gerð kjarasamninga, hélt námskeið fyrir skólastjórnendur á öllu landinu og sat í skólamálanefnd Sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert