Ungmenni unnu skemmdir á íbúð

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan í Kópavogi hafði í nægu að snúast í dag en stuttu eftir klukkan 13 í dag var tilkynnt um hústöku í íbúð í fjölbýli í bænum sem er í eigu Íbúðalánasjóðs. Þegar lögreglan kom á svæðið voru sex ungmenni innandyra og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni. 

Þá var skömmu síðar tilkynnt um mann sem var að handleika hníf og sýna unglingum við sundlaug í bænum. Þegar viðstaddur fullorðinn aðili gerði athugasemdir við þetta við manninn á hann að hafa lamið frá sér. Lögreglan mætti á svæðið og lagði hald á hnífinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert