Báðir búnir að grafa þriðjung

Borað í Norðfjarðargöngum.
Borað í Norðfjarðargöngum. Ljósmynd/Hnit hf.

Vinna við Norðfjarðargöng hefur gengið mun betur en við Vaðlaheiðargöng. Eru starfsmenn verktakanna fyrir austan búnir að ná félögum sínum í Vaðlaheiði, þegar litið er til grafinna metra.

Verktakarnir í Vaðlaheiði eru þó enn með forystuna þegar litið er til hlutfalls grafinna metra af heildarlengd ganga. Sprengingar og gröftur í Vaðlaheiðargöngum gengur frekar hægt vegna hita í göngunum, mannfæðar hjá verktakanum og mikilla bergstyrkinga að undanförnu í lélegum jarðlögum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um jarðgangagröftinn í Morgunblaðinu í dag.

Fyrsta sprengingin í Vaðlaheiðargöngum var í byrjun júlí á síðasta ári. Í gærmorgun var búið að grafa út 2.560 metra sem er 35,7% af heildarlengd ganganna. Í Norðfjarðargöngum er sprengt og grafið frá báðum endum. Í gærmorgun voru komnir 1.725 metrar Eskifjarðarmegin og 866 metrar úr Fannardal í Norðfirði, samtals 2.591 metri sem er um 34,4% af heildarlengd ganganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert