„Erum ekki í þessu fyrir peningana“

Tveir atvinnumenn í frisbígolfi eru staddir á landinu um þessar mundir og hyggjast þeir kenna landsmönnum réttu tökin í íþróttinni. Frisbígolfvellir spretta nú upp um allt land og segir heimsmeistarinn Avery Jenkins að frisbígolf vaxi hraðast allra íþrótta í heimi.

Evrópumeistarinn Simon Lizotte ítrekar að þeir félagar stundi ekki frisbígolf til að græða pening, heldur vilji þeir einfaldlega ferðast og miðla þekkingu sinni. Kapparnir halda námskeið hér 23. og 24. júlí, en frekari upplýsingar um þau er að finna á vefsíðu Frisbígolfsambandsins.

Vefsíða Frisbígolfsambands Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert