Snjóflóð féll í Súgandafirði

Klakastykki á veginum inn í Selárdal.
Klakastykki á veginum inn í Selárdal. Ljósmynd/BB/Jóhann Hannibalsson

Snjóflóð féll á veginn inn í Selárdal í Súgandafirði á sunnudag. Í vatnsveðri í byrjun júlí féll aurskriða á sama stað og lokaði veginum. Þetta kemur fram í frétt á vef Bæjarins besta.

Í frétt BB kemur fram að Jóhann Hannibalsson, snjóathugunarmaður á Hanhóli í Bolungarvík, hafi verið á leið úr Selárdal þegar flóðið féll. Þrátt fyrir að flóðið hafi lokað veginum, tókst honum ásamt samferðarmönnum sínum að velta klakastykkjunum fram af veginum og komast sína leið. 

Frétt BB í heild með myndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert