Bílvelta á Vatnsnesi vegna kindar

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á veginum til athugunar á aðstæðum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á veginum til athugunar á aðstæðum. Mynd/Þröstur Gunnlaugsson

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni við Vatnsnes í Húnavatnssýslu á fjórða tímanum í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Ökumaðurinn hafði sveigt bílinn snöggt til hliðar vegna kindar sem hljóp upp á veginn.

Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þau með minniháttar skrámur en voru í töluverðu áfalli að sögn Þrastar Guðlaugssonar sem var fyrstur á vettvang og aðstoðaði fólkið úr bílnum. Sjúkralið og lögregla frá Blönduósi komu á staðinn hálftíma síðar.

Bíllinn fór eina og hálfa veltu á veginum sem loka þurfti í kjölfarið. 

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi voru ökumaðurinn og farþeginn flutt á sjúkrahús til nánari skoðunar en útskrifuð skömmu síðar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði verið við selatalningar á Vatnsnesi og ákváðu flugmenn hennar að lenda á veginum og athuga aðstæður.

Þröstur Guðlaugsson tók myndir á vettvangi.

Bíllinn fór eina og hálfa veltu.
Bíllinn fór eina og hálfa veltu. Mynd/Þröstur Gunnlaugsson
Mynd/Þröstur Gunnlaugsson
Mynd/Þröstur Gunnlaugsson
Mynd/Þröstur Gunnlaugsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert