Einhver væta alls staðar næstu daga

Nóg verður að gera fyrir regnhlífar næstu daga.
Nóg verður að gera fyrir regnhlífar næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólk verður eiginlega bara að vera viðbúið bleytu alls staðar á landinu,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vaktaveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið næstu daga, en í kortunum eru breytilegar áttir og úrkoma í flestum landshlutum.

Veðurstofan spáir rigningu og skúrum í dag og á morgun en úrkomulitlu norðaustanlands. Á laugardag er hins vegar útlit fyrir norðlæga átt og rigningu norðaustanlands.

Þorsteinn segir að búast megi við björtum köflum sunnanlands á laugardag og að sunnudagurinn líti ágætlega út; hægir vindar og bjart með köflum. Hann segir að búast megi við skúrum sunnanlands á laugardag en sunnudagur og þriðjudagur gætu orðið tiltölulega þurrir. Á morgun verður 10-18 stiga hiti, hlýjast á Austurlandi en á laugardag spáir 10-17 stigum, hlýjast sunnan til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert