Hlýtt þrátt fyrir sólarleysi

Milt og hlýtt verður víðast hvar um landið um helgina …
Milt og hlýtt verður víðast hvar um landið um helgina en litlar líkur eru á sólskini. Brynjar Gauti

„Það verður hefðbundið íslenskt veður. Sólarglennur fáar á morgun en helgin lítur vel út og þá geta verið bjartir kaflar,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Bjart verður á laugardaginn og möguleiki á því að sólin láti sjá sig. Hún mun þó vera víðast hvar vera í felum á sunnudag að mati Þorsteins.

„Það verður samt ágætisveður þrátt fyrir sólarleysi. Hlýjast verður fyrir sunnan á laugardaginn, 13-14 stiga hiti, og þokkalegt um landið allt. Milt og hægir vindar en þó sólarlítið,“ segir Þorsteinn.

„Sunnudagurinn gæti orðið góður víða. Reyndar ekki mikil sólarvon, en milt og fallegt veður samt sem áður.“

Hann segir að ekki spái rigningu um helgina en hafa þurfi regnhlífar uppi við eftir helgi þegar vindur verður allhvass með rigningu. „Helgin er stund milli stríða,“ segir Þorsteinn.

Hlýtt og milt þótt sólin verði fjarri

Veðurhorfur á landinu á næstu dögum eru eftirfarandi:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil rigning Norðaustanlands á laugardaginn, en annars víða smáskúrir. Hiti 10 til 17 stig og hlýjast sunnantil.

Á sunnudag verður hægviðri, skýjað með köflum og smáskúrir, einkum Norðaustanlands. Þá þykknar upp Suðvestur um kvöldið. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á mánudaginn verður austan- og suðaustan 10-15 m/s og rigning, en þurrt að kalla norðantil. Hiti 10 til 17 stig, mildast fyrir norðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert