Yfir milljón ferðamenn til Íslands

Fjöldi ferðamanna sem leggja leið sína til Íslands mun líklega …
Fjöldi ferðamanna sem leggja leið sína til Íslands mun líklega ná yfir milljón í ár. mbl.is/Golli

Sá fjöldi erlendra gesta sem leggur leið sína til landsins mun líklega ná yfir eina milljón í ár. Þetta staðfestir Ferðamálastofa. Aldrei hafa svo margir ferðamenn stigið á íslenska grund á einu ári og er því um sögulegt fjöldamet að ræða. Áður hefur því verið spáð að fjöldi ferðamanna muni ná yfir milljón árið 2015.

Á síðasta ári voru ferðamenn tæpir 800 þúsund skv. talningum Ferðastofu. Um síðustu mánaðamót voru ferðamenn orðnir 90 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra, það er aukning um 29%. Með hliðsjón af þessu má segja að líklegt sé að ferðamenn nái einni milljón á þessu ári. Þetta segir í svari við fyrirspurn mbl.is til Ferðastofu.

Ekki stendur til að fagna þessu meti sérstaklega, segir jafnframt í svarinu. Fjöldi ferðamanna sé aðeins einn mælikvarði á árangur atvinnugreinarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert