Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar kynntur í dag

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Eggert

Tillaga um ráðningu nýs bæjarstjóra í Hafnarfirði verður lögð fram á fundi bæjarráðs árdegis í dag. Ekki fékkst uppgefið í gærkvöldi hver hefur orðið fyrir valinu.

Þrjátíu sóttu um stöðu bæjarstjóra eftir að hún var auglýst. Valnefnd skipuð oddvitum Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar hefur metið umsækjendur með aðstoð Hagvangs.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs, staðfesti í gærkvöldi að niðurstaða væri komin og tillaga um ráðningu bæjarstjóra yrði lögð fram á fundi bæjarráðs í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert