Þjófnaður og innbrot í Vesturbænum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Um 20 leytið í gær gekk karlmaður inn í verslun í Vesturbæ Reykjavíkur og greip þaðan peninga úr sjóðsvél, þegar verið var að afgreiða hann. Maðurinn hljóp svo út úr versluninni með peningana.

<span>Gerð var leit að manninum en þegar þetta er skrifað var ekki búið að finna viðkomandi né liggur fyrir hversu há fjárhæðin er, að sögn lögreglu.</span>

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Vesturbænum. Peningar voru teknir þaðan og er málið í rannsókn, að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert