Belle and Sebastian fyrsta stóra nafnið á ATP 2015

Frá tónleikum Belle and Sebastian á NASA 2006
Frá tónleikum Belle and Sebastian á NASA 2006 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skoska gleðipoppsveitin Belle and Sebastian er fyrsta stóra hljómsveitin sem boðar komu sína á tónlistarhátíðina All Tomorrows Parties (ATP) á næsta ári. Hljómsveitin verður aðalnúmerið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hátíðin verður haldin 2. til 4. júlí.

Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin verður haldin á Íslandi, en hátíðirnar síðustu tvö ár þykja hafa heppnast mjög vel. Tónleikar Portishead á föstudagskvöldi hátíðarinnar í ár voru til að mynda að margra mati einhverjir mögnuðustu tónleikar sem fólk hefði séð. 

Skotarnir segjast hlakka mikið til að spila aftur á Íslandi. Hér að neðan er eitt af þekktustu lögum sveitarinnar.

Hér er hægt að nálgast miða á hátíðina.

Bestu tónleikar sem ég hef séð

Beth Gibbons söngkona Portishead á ATP í júlí
Beth Gibbons söngkona Portishead á ATP í júlí Arnar Bergmann Sigurbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert