Sex starfsmenn deCode greiða hálfan milljarð

Einstaklingar tengdir deCode eru áberandi á lista ríkisskattstjóra yfir þá 30 einstaklinga sem greiða hæsta skatta í ár.

Í des­em­ber 2012 fjallaði mbl.is um söl­una á Íslenskri erfðagrein­ingu og kom þá fram að sölu­verðið til Am­gen væri 52 millj­arðar ís­lenskra króna. Ljóst er að helstu stjórn­end­ur deCODE áttu hluti í fé­lag­inu sem farið hafa með til Am­gen.

Þannig greiðir Kári Stefánsson 85.578.319 krónur, Chung Tung Augustine Kong 77.307.871 krónur, Hákon Guðbjartsson 77.124.324 krónur, Daníel Fannar Guðbjartsson 75.806.022 krónur, Jóhann Hjartarson 74.703.057 krónur, Unnur Þorsteinsdóttir 71.983.504 krónur og Gísli Másson Hörpugötu 69.527.677 krónur í skatt.

Samtals greiða þessir sex einstaklingar því 532.030.774 kr. í skatta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert