Flytja skemmtistað á topp Esjunnar

DJ Margeir sér um tónlistina á sunnudaginn.
DJ Margeir sér um tónlistina á sunnudaginn. Styrmir Kári

„Við erum að taka stærsta skemmtistað í heimi og gera hann að hæsta skemmtistað í heimi,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri NOVA. Á sunnudaginn ætlar NOVA að setja upp skemmtistað á toppi Esjunnar. DJ Margeir og söngkonan Ásdís María munu koma fram og allir göngugarpar fá Hámark áður en lagt er af stað.

„Við förum með stórar hátalarastæður, rafstöð og allt sem því fylgir og höldum tónleika á toppi Esjunnar. Við verðum þarna á milli 11 og 13:30 á sunnudaginn. Við hugsum þetta sem hvatningu fyrir fólk sem hefur langað að ganga á Esjuna en ekki lagt í það ennþá. Nú er tækifærið,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segist ekki vita til þess áður hafi verið haldnir tónleikar á toppi Esjunnar. „Það er tilvalið að vera með farsímann og nota heilsuöpp til að hjálpa sér með hreyfinguna. Svo er um að gera að monta sig líka með því að deila myndum af toppnum,“ segir Guðmundur.

„DJ Margeir og Ásdís María söngkona troða upp. Hún er nú áberandi núna vegna lagsins sem hún syngur fyrir Druslugönguna. Hún er ein af þessum upprennandi, hrikalega flott,“ segir Guðmundur.

Þeir sem ekki vilja ganga upp Esjuna, einungis niður, þurfa ekki að deyja ráðalausir því þyrlufyrirtækið Helo mun sjá um að ferja þá farþega sem vilja upp og niður fjallið. Önnur leið kostar 5.500 kr. en báðar kosta 10.000 kr., en auk þess að flytja gesti upp í stuðið mun þyrlan taka stutt útsýnisflug.

Guðmundur segir að enginn hafi lagt í tónleikahald á Esjunni …
Guðmundur segir að enginn hafi lagt í tónleikahald á Esjunni áður. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert